Laugardaginn 16. nóvember verður farið í heimsókn á Kvisti í Landssveit. Þar munu tamningamennirnir, reiðkennararnir, keppnisknaparnir og hrossaræktendurnir Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Árni Björn Pálsson taka á móti hópnum.
Hist verður við Samskipahöllina um kl.11:45. Farið verður á einkabílum og eru tilkippilegir foreldrar beðnir um að aðstoða með keyrslu austur. Eftir heimsókn á Kvisti verður boðið upp á pizzahlaðborð á Ölverk í Ölfusi. Áætluð heimkoma er um kl.17:00.
Nauðsynlegt er að staðfesta mætingu á tölvupósti, svo við getum tryggt sæti fyrir alla, á [email protected]. Vinsamlegast staðfestið mætingu fyrir kl.13:00 á föstudag, 15.nóvember.
Áhugasamir foreldrar sem geta tekið þátt í keyrslu eru einnig beðnir um að hafa samband á [email protected]