Skip to content

Grímu og glasafimi Spretts 2024

Skemmtilegasta mót ársins mun fara fram 27 jan nk – Grímu og glasafimi. Fjörið hefst kl 17:30

Við hvetjum unga sem og eldri Sprettara til þess að spreyta sig á sínum gæðing. Það verða riðnir 2 hringir með glas í hendi og sá sem sullar minnst úr sínu glasi vinnur sinn flokk.

Það er valfrjálst að mæta í búning en sérstök verðlaun verða hins vegar veitt fyrir flottasta búninginn svo nú er um að gera að rífa upp saumavélina og skella í flott dress.
Þetta mót er einungis fyrir Sprettara svo nú vijum við sjá Sprettara skora á sína vini í félaginu til þess að taka þátt.
4 flokkar i boði
Pollar/börn (teymd eða riða sjálf)
Börn, unglingar, ungmenni, 12-21 ára
Kvennaflokkur
Karla flokkur

Skráning mun fara fram samdægurs milli 14 og 16
Verð:
1500kr fyrir fullorðna (18 ára og eldri)
1000kr fyrir börn og unglinga (12-18 ára)
Frítt fyrir börn upp að 12 ára aldri

Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook https://fb.me/1H4mdDp9Ugr8aWk

Eftir mót verður svo bjórkvöld í veislusal Spretts og verður skemmtilegur trúbador til að rífa fram upp stemminguna, 1000kr inngangseyrir 🥳🥳