Skip to content

Grillveisla fyrir Sprettara á LM

Föstudaginn 8.júlí ætlar hmf Sprettur að bjóða félagsmönnum sem eru á Landsmóti hestamanna á Hellu í grillveislu kl 17:30-18:30.

Boðið verður uppá hamborgara.

Stefnt er á að vera á hjólhýsastæði Spretts, röð 1, stæði 1028.

Sprettsfáni verður á svæðinu.

Vonumst til þess að sjá sem flesta Sprettara.