Skip to content

Gæðinga æfingamót fyrir yngri flokka Spretts

Gæðinga æfingamót fyrir yngri flokka Spretts

Fimmtudaginn 19.maí nk. verður haldið æfingamót í gæðingakeppni fyrir alla keppendur í yngri flokkum, eingöngu fyrir Sprettsfélaga.

1-2 dómarar munu dæma, tölur verða skrifaðar niður ásamt umsögn sem þátttakendur fá sent til sín.

Skráning fer fram á tölvupósti – fraedslunefnd@sprettarar.is. Þar þarf að taka fram nafn á knapa og hesti ásamt því í hvaða flokk er skráð. Þátttaka er ókeypis.
Skrá þarf í síðasta lagi á miðnætti þriðjudaginn 17.maí.