Skip to content

Gæðinga æfingamót fyrir yngri flokka spretts

Miðvikudaginn 15.maí nk. verður haldið æfingamót í gæðingakeppni fyrir alla keppendur í yngri flokkum eingöngu fyrir Sprettsfélaga. Boðið er upp á barnaflokk, unglingaflokk og ungmennaflokk.

Tveir landsdómarar í gæðingakeppni munu dæma, gefa tölur og skrifa umsögn, ásamt punktum um hvað er gott og hvað mætti bæta. Einkunnir og umsögn verður send á tölvupósti til hvers þátttakanda að lokinni sýningu.

Skráning er hafin á sportabler.com og stendur til miðnættis þriðjdaginn 14.maí. Skráning kostar 1000kr. Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest.

https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjkzMzI=