Fyrstu vetraleikar Spretts verða haldnir sunnudaginn 25.feb nk. Mótið hefst kl 11:00 í Samskipahöllinni.
Sú ákvörðun hefur verið tekin að breyta til með form vetraleikanna nú í vetur, á fyrsta mótinu verður keppt í T7 í öllum flokkum og skráning fer fram í gegnum Sportfeng, skráningu lýkur föstudaginn 23.feb kl 23:59. Ráslistar verða birtir laugardaginn 24.feb.
Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Nefndin áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti.
Skráningargjöld eru eftirfarandi: pollar frítt, börn 800 kr, unglingar 1300 kr og aðrir flokkar 1800 kr.
Mótið hefst kl 11:00
Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum flokkum í þessari röð:
Pollar (9 ára og yngri) – teymdir Pollar (9 ára og yngri) – ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Heldri menn og konur (60 ára +) Í Sportfeng fullorðinsflokkur 3
Fullorðnir minna vanir, merkt í Sportfeng fullorðinsflokkur 2
Fullorðnir meira vanir, merkt í Sportfeng fullorðinsflokkur 1
Meistaraflokkur (áður opinn flokkur)
Vetrarleikarnir verða þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.
1.sæti gefur 10 stig 2.sæti gefur 8 stig 3.sæti gefur 6 stig 4.sæti gefur 4 stig 5.sæti gefur 2 stig 1 stig fæst fyrir allla þá sem taka þátt.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Öllum fyrirspurnum verður svarað í gegnum [email protected]
Vetrarleikanefnd Spretts