Skip to content

Furuflís – hjálparhendur

Nú hefur Loftorka hafist handa við að laga gólfið í Samskipahöllinni fyrir komandi keppnistímabil. Höllin er lokuð meðan vinnan á sér stað eins og áður hefur verið auglýst. Vinnan hófst í morgun og við stefnum á að klára þetta seinnipartinn á föstudaginn.

Við erum búin að fá það staðfest að við getum sett Furuflís í gólfið á morgun föstudag á milli klukkan 17-19. Okkur vantar vaska Sprettara sem tök hafa á að mæta og hjálpa okkur að setja flísina í gólfið. Vonum að sem flestir geti mætt með skóflur og hrífur og hjálpað til. Margar hendur vinna létt verk og því fleiri sem koma því styttri tíma tekur þetta og við getum opnað höllina fyrr.