Næstkomandi miðvikudag, þann 4. desember klukkan 20:00, verður haldinn fundur í veislusal Spretts með húseigendum hesthúsa sem eru við göturnar, Landsenda, Hlíðarenda, Hamraenda, Hæðarenda og hesthúsin sem standa við Markaveg. Þessi hesthús eiga það sameiginlegt að ekki var gert ráð fyrir taðþró við skipulag húsanna. Breytingar voru gerðar á skipulagi svæðisins þegar heimilað var að hafa taðþrær á nýja svæðinu Garðabæjarmegin sem gæti opnað leiðir fyrir svæðið Kópavogsmegin.
Umræðuefni fundarins snýr að því að ræða og fá hugmyndir að mögulegum útfærslum að lausn á því vandamáli sem er varðandi taðþróleysið í þessum hluta hverfisins. Markmiðið með fundinum er að skipa nefnd sem vinnur í útfærslum fyrir svæðið. Þær útfærslur verða svo lagðar inn til Kópavogsbæjar til umræðu og/eða samþykktar.
Vil taka það fram að fundurinn á ekki á að fjalla um eða ræða hvað skal gera við taðið eftir að ólík ílát eru full. Það viðfangsefni er komið í nefnd inni í LH og verið er að leita lausna þar auk þess er stjórn Spretts í samtali við bæjarfélögin, einnig kemur sjálfbærninefndin Spretts öflug inn í það samtal.
Sjáum vonandi sem flesta húseigendur á fundinum.