Nú hefur hestamannafélagið Sprettur tengst frístundastyrkjakerfi bæjarfélganna. Með þessari tengingu geta foreldarar nýtt sér frístundastyrki sem börn á aldrinum 6 til 18 ára eiga rétt á frá sínu bæjarfélagi til að sækja ýmiskonar námskeið. Börn með lögheimili í Kópavogi, Garðabæ, Reykjavík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Árborg geta nýtt styrki sína hjá Spretti.
Þeir sem vilja nýta þessa styrki skrá börnin sín á námskeið sem eru auglýst á vegum Spretts fyrir börn, unglinga og ungmenni. Forráðamaður á að ganga frá skráningu á vef umsk.felog.is og skrá sig inn í gegnum island.is til að geta ráðstafað styrk. Einnig verður hægt að skrá á námskeið í gegnum Sportfeng eins og við flest þekkjum ef fólk nýtir styrkina td í aðrar tómstundir.
Ef eh spurningar vakna varðandi þá vinsamlega sendið póst á fr***********@********ar.is
Fræðslunefnd Spretts