Skip to content

Framkvæmdir við Landsenda

Framkvæmdir á vegum Kópavogsbæjar eru að hefjast vegna byggingar á nýjum miðlunartank í enda Landsenda, vinnusvæði verður girt af og innan rauðmerkta svæðisins og miðar hönnun Kópavogsbæjar við að öll umferð um svæðið verði bönnuð. Reikna má með að jarðvegsundirbúningur og byggingarvinna fyrir nýjan miðlunartank muni standa yfir fram á vor 2025. Stjórn þykir  miður að framkvæmdirnar hafi ekki verið kynntar fyrir félagsmönnum en stjórn fékk upplýsingar um þessar fyrirætlanir síðastliðinn fimmtudag. 

Við viljum benda á að hjáleið fyrir reiðmenn er einsog sýnt er á mynd með rauðri línu hér á mynd 2 að neðan.