Kæru Sprettarar.
Nú eru framkvæmdir við lagningu reiðvegar ofan Grunnuvatnsskarðs yfir í Vífilstaðahlíð loksins að hefjast. Fyrsta skrefið er söfnun efnis á svæðið og má því eiga von á umferð vörubíla og stórra vinnuvéla á kaflanum frá gamla Andvarahverfinu og upp fyrir skarðið.
Biðjum við ykkur að gæta varúðar á þessu svæði en jafnframt að sýna verkefninu skilning og umburðarlyndi. Að sjálfsögðu væntum við þess sama af verktakanum, Loftorku. Aðrar reiðvegaframkvæmdir ársins eru að mestu yfir staðnar. Ef félagsmenn eru með einhverjar ábendingar um úrbætur í reiðvegamálum má endilega koma því til okkar t.d. í gegnum framkvæmdastjóra, [email protected]
Reiðveganefnd