Föndurdagur

Æskulýðsnefndin í samstarfi við Hestamennsku III og V ætla að hittast næstkomandi mánudag 17.okt. á 2. hæð í Samskipahöllinni milli kl. 18-19.

Við ætlum að föndra smá. Allir þurfa að taka með sér stórar framfótaskeifur, helst skaflaskeifur sem búið er að taka skaflana úr. Þrífa þær og hreinsa úr fjaðragötum. Koma með mynd/myndir með sér, í ca. stærð 15×11. Frjálst er að koma með skraut, t.d. dementa, steina eða þess háttar. Ef þið eigið borða til að hengja skeifuna upp. Mjög gott er að taka með sér gúmmívettlinga og svartan ruslapoka til að fara í utanyfir fötin því við munum spreyja skeifurnar – eða þá að koma í fötum sem mega skemmast. Allir Sprettskrakkar velkomnir

Hlökkum til að sjá sem flesta

Með kveðju,
Æskulýðsnefndin og Hestamennska

Scroll to Top