Firmakeppni 2015

Firmakeppni Spretts verður haldin laugardaginn 25. apríl kl. 14:00. Skráning keppenda og afhending keppnisnúmera fer fram í Sprettshöllinni á milli kl. 11:00 og 12:00. – Engin skráningargjöld.

Fánareið verður frá reiðhöllinni kl. 13:30. Keppni hefst á Pollaflokki og svo Barnaflokki kl. 14:00 í Sprettshöllinni, aðrir flokkar keppa á beinu brautinni neðan við gömlu reiðhöllina, gamla vellinum. Unghrossakeppnin fer fram eftir keppni í Unglingaflokki, sjá frekar hér.

Hvetjum húsfélaga til að taka sig saman og skrá hesthús sín á styrktarlista keppninnar og styðja þannig við bakið á öflugu félagsstarfi í síma 897-7517.

Stöndum saman og tökum þátt.

Sjáumst öll hress og kát á laugardaginn.

Með kveðju frá Firmanefnd.

Eldri frétt um Firmakeppnina
Frétt um Unghrossakeppnina

Scroll to Top