Félagshesthús Spretts.

Sprettur mun í vetur bjóða ungum félagsmönnum uppá aðstöðu í svokölluðu Félagshesthús Spretts.
Með þessu erum við að styðja við það unga fólk í félaginu sem á sinn eigin hest en hefur þörf á aðstöðu og aðstoð til að stunda sína hestamennsku.

Í hesthúsi félagsins við Heimsenda 1, sem Kópavogsbær hefur úthlutað Spretti, verða 8-10 pláss í boði fyrir aldurshópinn 12-20 ára á verulega niðurgreiddu verði.

Verð pr. hest er kr. 17.500 á mánuði og innifalið í því verði er hey, spænir og gjöf. Hver og einn mun bera ábyrgð á sínum hesti m.a. við umhirðu, járningu osfrv.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með hest í félagshesthúsi Spretts í vetur geta sent póst á ma******@sp********.is.
Þar þarf að koma fram nafn, kennitala, tölvupóstur og símanúmer aðstandanda.

Framkvæmdarstjóri 

flottur hestur
Scroll to Top