Skip to content

Equsana fjórgangurinn í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts.

Áhugamannadeild Spretts verður að Samskipadeildinni!

Samskip hefur staðið þétt við bakið á Spretti sem styrktaraðili og munu gera það áfram og nú einnig sem aðalstyrktaraðili áhugamannadeildarinnar.

Fimmtudaginn 16. febrúar hefst vinsæla mótaröðin, áhugamannadeild Spretts að nýju. Við byrjum á fjórgangi, styrktaraðili kvöldsins verður Equsana.

Keppt verður í fjórgangi og verður gríðarlega spennandi að sjá knapa og hesta koma fram og sýna sitt besta saman. Í deildinni í ár keppa 12 lið, þónokkur nýliðun er í deildinni þetta árið.

Sigurvegari fjórgangsins í fyrra var Edda Hrund Hinriksdóttir og lið Heimahaga hneppti liðabikarinn.

Tvær nýjungar eru þetta árið, önnur er sú að allir knapar liðanna hafa þátttökurétt til keppni en einungis 3 efstu knapar í hverju lið gilda til stiga og úrslita. Hin er sú að riðin verða B.-úrslit en sá aðili sem vinnur B- úrslit mun ekki færast upp í A- úrslit.

Eftir síðastliðin 2 ár sem hafa verið mótuð af samkomutakmörkunum verður ánægjulegt að hefja fyrsta mót með áhorfendur á pöllunum og hlökkum við til að sjá sem flesta!

Fyrir þá sem ekki komast á pallana verður Alendis með beina útsendingu. https://alendis.is/

Kvöldið hefst á setningaathöfn kl 18:30 þar sem liðin verða kynnt og fyrsti hestur í braut er að því loknu eða kl: 19:00

Húsið opnar kl 17:30 og hægt verður að gæða sér á dýrindis kjötsúpu og léttar veigar með.

Styrktaraðili kvöldsins, Equsana verður með sölubás í veislusal Spretts þar sem hestafólk getur keypta gæðavörur á góðu verði. https://www.buvorur.is/

 Sjáumst hress!

Ráslistar fjógangsins eru eftirfarandi.

Nr. Holl Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Faðir Móðir Lið Fjórgangur V2 Fullorðinsflokkur – 1. flokkur

1 1 H Sanne Van Hezel Þrá frá Fornusöndum Brúnn/milli-einlitt  7 Hreyfill frá Vorsabæ II Drottning frá Fornusöndum Stjörnublikk

2 1 H Soffía Sveinsdóttir Skuggaprins frá Hamri Brúnn/mó-tvístjörnótt  10 Skýr frá Skálakoti Stemmning frá Ketilsstöðum Hvolpasveitin

3 1 H Patricia Ladina Hobi Siggi Sæm frá Þingholti Jarpur/milli-einlitt  9 Sæmundur frá Vesturkoti Hríma frá Leirulæk Mustad Autoline

4 2 V Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Flugar frá Morastöðum Rauður/milli-stjörnótt  14 Arður frá Brautarholti Fluga frá Veðramóti Trausti fasteignasala

5 2 V Vilborg Smáradóttir Sigur frá Stóra-Vatnsskarði Rauður/milli-skjótt  10 Álfur frá Selfossi Lukka frá Stóra-Vatnsskarði Vagnar og þjónusta

6 3 H Sigurður Halldórsson Radíus frá Hofsstöðum Brúnn/milli-stjörnótt  9 Hringur frá Gunnarsstöðum I Törn frá Tungu Stjörnublikk

7 3 H Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu Brúnn/milli-einlitt  9 Spuni frá Vesturkoti Snædís frá Selfossi Fasteingasalarnir Garðar Hólm og Guðlaug Jóna

8 3 H Sólveig Þórðardóttir Auður frá Akureyri Rauður/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka  15 Gammur frá Steinnesi Augusta frá Engimýri Sveitin

9 4 V Sigurður Jóhann Tyrfingsson Bogi frá Steinsholti Jarpur/rauð-einlitt  10 Skýr frá Skálakoti Íris frá Vestri-Leirárgörðum Káragerði

10 4 V Herdís Einarsdóttir Trúboði frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt  11 Ægir frá Litlalandi Trú frá Grafarkoti Íslensk verðbréf

11 4 V Gunnar Tryggvason Fönix frá Brimilsvöllum Jarpur/dökk-stjörnótt  10 Fláki frá Blesastöðum 1A Spóla frá Brimilsvöllum Garðaþjónusta Sigurjóns

12 5 V Inga Kristín Sigurgeirsdóttir Gutti frá Brautarholti Brúnn/milli-einlitt  13 Aldur frá Brautarholti Gæska frá Fitjum Trausti fasteignasala

13 5 V Gréta Vilborg Guðmundsdóttir Ferill frá Stekkjardal Jarpur/milli-einlitt  10 Trymbill frá Stóra-Ási Lúta frá Stekkjardal Sveitin

14 6 H Eyþór Jón Gíslason Barón frá Stóra-Múla Jarpur/milli-stjörnótt  8 Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Gletta frá Stóra-Múla Garðaþjónusta Sigurjóns

15 6 H Jóhann Ólafsson Úlfur frá Hrafnagili Jarpur/rauð-einlitt  8 Auður frá Lundum II Rauðhetta frá Holti 2 Heimahagi

16 6 H Högni Sturluson Hljómur frá Hofsstöðum Grár/brúnneinlitt  14 Draumur frá Holtsmúla 1 Vopna frá Norður-Hvammi Mustad Autoline

17 7 V Eyrún Jónasdóttir Baldur frá Kálfholti Brúnn/mó-einlitt  8 Loki frá Selfossi Hylling frá Kálfholti Hvolpasveitin

18 7 V Hrafnhildur B. Arngrímsdó Loki frá Syðra-Velli Jarpur/milli-stjörnótthringeygt eða glaseygt 11 Örn Þór frá Syðra-Velli Röskva frá Húsavík Fasteingasalarnir Garðar Hólm og Guðlaug Jóna

19 7 V Pálmi Geir Ríkharðsson Brynjar frá Syðri-Völlum Brúnn/dökk/sv.einlitt  10 Blær frá Torfunesi Rakel frá Sigmundarstöðum Íslensk verðbréf

20 8 V Þorvarður Friðbjörnsson Játning frá Fornusöndum Brúnn/milli-einlitt  8 Safír frá Fornusöndum Villimey frá Fornusöndum Stjörnublikk

21 8 V Ólafur Flosason Viktor frá Skúfslæk Rauður/milli-nösótt  15 Glotti frá Sveinatungu Vala frá Syðra-Skörðugili Káragerði

22 8 V Konráð Axel Gylfason Styrkur frá Stokkhólma Bleikur/álóttureinlitt  14 Tindur frá Varmalæk Tollfríður frá Vindheimum Réttverk

23 9 V Auður Stefánsdóttir Gná frá Hólateigi Jarpur/rauð-einlitt  13 Þeyr frá Prestsbæ Gyðja frá Ey II Vagnar og þjónusta

24 9 V Sigurbjörn Viktorsson Kóngur frá Korpu Brúnn/milli-einlitt  11 Korgur frá Ingólfshvoli Snædís frá Selfossi Heimahagi

25 9 V Brynja Pála Bjarnadóttir Héla frá Hamarsheiði 2 Grár/rauðureinlitt  9 Hrímnir frá Ósi Flandra frá Hamarsheiði 1 Fasteingasalarnir Garðar Hólm og Guðlaug Jóna

26 10 H Jón Steinar Konráðsson Fönix frá Silfurbergi Brúnn/milli-einlitt  11 Gjafar frá Hvoli Sandra frá Mið-Fossum Mustad Autoline

27 10 H Halldór P. Sigurðsson Röskur frá Varmalæk 1 Rauður/milli-tvístjörnótt  9 Narri frá Vestri-Leirárgörðum Rauðka frá Tóftum Íslensk verðbréf

28 11 V Erlendur Guðbjörnsson Stígur frá Halldórsstöðum Jarpur/milli-einlitt  21 Tónn frá Garðsá Spes frá Víðinesi 2 Káragerði

29 11 V Kristín Ingólfsdóttir Ásvar frá Hamrahóli Brúnn/milli-einlitt  11 Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ Glóðvör frá Hamrahóli Vagnar og þjónusta

30 11 V Ólöf Guðmundsdóttir Tónn frá Hestasýn Rauður/ljós-einlitt  9 Þytur frá Skáney Harpa frá Borgarnesi Garðaþjónusta Sigurjóns

31 12 V María Júlía Rúnarsdóttir Vakandi frá Stóru-Hildisey Brúnn/milli-einlitt  15 Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Gyðja frá Búlandi Sveitin

32 12 V Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum Brúnn/milli-einlitt  13 Orri frá Þúfu í Landeyjum Ósk frá Ey I Stjörnublikk

33 12 V Anna Kristín Kristinsdóttir Greifi frá Áskoti Brúnn/milli-einlitt  9 Narfi frá Áskoti Aría frá Efra-Seli Réttverk

34 13 V Gunnhildur Sveinbjarnardó Elva frá Auðsholtshjáleigu Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt  12 Krákur frá Blesastöðum 1A Frægð frá Auðsholtshjáleigu Heimahagi

35 13 V Helga Rósa Pálsdóttir Aspar frá Miklagarði Jarpur/milli-stjörnótt  7 Glaumur frá Geirmundarstöðum Mardöll frá Miklagarði Garðaþjónusta Sigurjóns

36 13 V Gunnar Eyjólfsson Kjarkur frá Litlalandi Ásahreppi Brúnn/milli-tvístjörnótt  6 Hringur frá Gunnarsstöðum I Lukka frá Kjarnholtum I Mustad Autoline

37 14 H Bragi Birgisson Kolgrímur frá Efri-Gegnishólum Brúnn/milli-einlitt  12 Þröstur frá Efri-Gegnishólum Kolfreyja frá Sæfelli Hvolpasveitin

38 14 H Hrefna Hallgrímsdóttir Þjóstur frá Hesti Brúnn/dökk/sv.einlitt  14 Kraftur frá Efri-Þverá Blæja frá Hesti Káragerði

39 14 H Rósa Valdimarsdóttir Kopar frá Álfhólum Jarpur/dökk-einlitt  8 Mói frá Álfhólum Dimmuborg frá Álfhólum Réttverk

40 15 H Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt  13 Dynur frá Hvammi Hetta frá Útnyrðingsstöðum Íslensk verðbréf

41 15 H Ríkharður Flemming Jensen Friðrik frá Traðarlandi Brúnn/milli-einlitt  7 Hreyfill frá Vorsabæ II Freyja frá Traðarlandi Heimahagi

42 15 H Sylvía Sól Magnúsdóttir Samba frá Reykjavík Rauður/milli-einlitt  11 Mídas frá Kaldbak Fortíð frá Kastalabrekku Mustad Autoline

43 16 V Ámundi Sigurðsson Maísól frá Miklagarði Brúnn/dökk/sv.einlitt  12 Hrímnir frá Ósi Diljá frá Miklagarði Garðaþjónusta Sigurjóns

44 16 V Valdimar Ómarsson Afródíta frá Álfhólum Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt  10 Sonur frá Kálfhóli 2 Artemis frá Álfhólum Fasteingasalarnir Garðar Hólm og Guðlaug Jóna

45 16 V Þórdís Sigurðardóttir Gljái frá Austurkoti Rauður/milli-einlitt  12 Snær frá Austurkoti Vigga frá Selfossi Hvolpasveitin

46 17 V Sverrir Einarsson Kraftur frá Votmúla 2 Rauður/milli-einlitt  18 Roði frá Múla Kvísl frá Hrafnkelsstöðum 1 Réttverk

47 17 V Hermann Arason Hraunar frá Vorsabæ II Bleikur/álóttureinlitt  11 Hreyfill frá Vorsabæ II Hrina frá Vorsabæ II Vagnar og þjónusta

48 17 V Erna Jökulsdóttir Leiknir frá Litlu-Brekku Brúnn/milli-einlitt  13 Eyjólfur frá Feti Líf frá Litlu-Brekku Káragerði

49 18 V Guðmundur Ásgeir Björnsson Harpa Dama frá Gunnarsholti Rauður/milli-blesótt  12 Glóinn frá Halakoti Gola frá Gunnarsholti Sveitin

50 18 V Edda Hrund Hinriksdóttir Flækja frá Heimahaga Jarpur/milli-einlitt  10 Flóki frá Flekkudal Brana frá Reykjavík Heimahagi

51 18 V Elín Hrönn Sigurðardóttir Svandís frá Aðalbóli 1 Rauður/milli-einlitt  8 Sæmundur frá Vesturkoti Spyrna frá Holtsmúla 1 Stjörnublikk

52 19 V Sævar Örn Eggertsson Stormfaxi frá Álfhólum Brúnn/dökk/sv.einlitt  9 Kjerúlf frá Kollaleiru Sóldögg frá Álfhólum Réttverk

53 19 V Darri Gunnarsson Draumur frá Breiðstöðum Brúnn/gló-einlitt  8 Þórálfur frá Prestsbæ Díana frá Breiðstöðum Trausti fasteignasala

54 19 V Magnús Ólason Lukka frá Eyrarbakka Rauður/milli-leistar(eingöngu)  10 Njáll frá Hvolsvelli Tinna frá Eyrarbakka Hvolpasveitin