Dymbilvikusýning Spretts – Dagskrá

Þá er dagurinn runnin upp, sólin farin að skína og allir komnir í páskafíling. Það fer allt að verða tilbúið fyrir dymbilvikusýninguna í kvöld sem hefst kl 20 í Samskipahöllinni. Vegleg dagskrá í boðo og opnar húsið kl 19.00. Aðgangseyrir 1.500 kr.

Ræktunarhross skipa stærstan sess á sýningunni líkt og verið hefur, en boðið verður upp á sýningar ræktunarbúa, úrvals hryssur og stóðhesta, ræktunarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu, íþróttamaður Spretts verður heiðraður, ungir Sprettarar koma fram og keppt verður í skeiði í gegn. Töltgrúppan mætir með nýtt spennandi atriði….þær voru 62 í fyrra, hvað verða þær margar í ár?

Erfitt er að festa tíma fyrir svona sýningar en hér er dagskrá kvöldsins ásamt tímasetningu í von um að allt ganga smurt fyrir sig. 
 
Dagskrá á Dymbilvikusýningu
20:00  Ungir Reiðmenn úr Spretti
20:07  Kynbóta hross frá Hestamannafélaginu Sörla
20:12  Kynbóta hross frá Hestamannafélaginu Spretti
20:17  Kynbóta hross frá Hestamannafélaginu Fáki
20:22  Kynbóta hross frá Hestamannafélaginu Herði
20:27  Kynbóta hross frá Hestamannafélaginu Mána
20:32  Vinir í Spretti
20:36  Verðlaunaafhending ræktunarhópa Hestamannafélaganna
20:40  Töltgrúbban

20:50 Hlé

21:20  Íþróttarmaður og Íþróttarkona Spretts 2016
21:25  Sprettara í úrslitum á LM og ÍSL(Börn, unglingar og ungmenni)
21:30  Vinkonur úr Spretti
21:35  Ræktunarbú Spretts 2016 – Efsta-Sel
21:40  Ræktunarbúið Flagbjarnarholt
21:45  Heimsókn frá Röggu Sam
21:50  Heimsókn frá Vesturkoti
21:55  Heimsókn frá Árna Birni og Sylvíu
22:00  Ræktunarbú Eystra-Fróðholt
22:05  Ræktunarbú Árbæjarhjáleigu
22:10  Landsmótssigurvegarar og Íslandsmeistarar
22:15  Hæst dæmda Kynbótahross ársins

22:20  Sýningarlok

Sjáumst hress í kvöld!

 
Scroll to Top