Skip to content

Dymbilvikusýning Spretts 2022

Nú langar okkur að endurvekja gömlu góðu Dymbilvikusýninguna, hún hefur að eðlilegum orsökum fallið niður tvö síðust ár.

Sýningin verður þann 13.apríl næstkomandi og þá munum við eins og undanfarin ár halda létta keppni milli nágranna félaganna um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi.

Okkur þætti vænt um ef félagsmenn í hmf Spretti hafa áhuga á að koma fram með hross í sinni eigu eða ef fólk vill taka sig saman með skemmtilegt atriði, endilega látið frá ykkur heyra.

Í von um gott samstarf og góða skemmtun inn í páskana.

Fyrir hönd nefndar Dymbilvikusýningar 2022

Lilja Sigurðard 620-4500 sprettur@sprettarar.is

Rúnar Freyr 896-9740 runarr@landsnet.is