Hestamannafélagið Sprettur heldur opið þrígangsmót í Samskipahöllinni helgina 23. apríl.
Aðalstyrktaraðili mótsins er Coka-Cola, Vífilfell.
Skráningagjald er 3.500 kr á hest.
Mótið í fyrra tókst einstaklega vel og var gríðarleg aðsókn. Mótanefnd hefur því ákveðið að bjóða upp á
tvær greinar á mótinu í ár.
4 gangs grein: Riðið verður fegurðar Tölt, Brokk og Stökk
5 gangs grein: Riðið verður fegurðar Tölt, Brokk og Skeið
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka í 4 gang:
17 ára og yngri
Minna vanir
Meira vanir
Opinn flokkur
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka í 5 gang:
17 ára og yngri
Meira vanir
Opinn flokkur
*Athugið skráist sem Annað í sportfeng.
Mótanefnd áskilur sér þann rétt að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka. Ef 20 eða fleiri skrá í einhvern flokk verður boðið upp á B-úrslit. Einnig verður glæsilegasta parið valið úr hópi keppenda. Takið daginn frá, veglegir vinningar verða í boði.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Ef upp koma vandamál við skráningu er hægt að hafa samband við mo*******@sp********.is
Hlökkum til að sjá ykkur.