Skip to content

Námskeið

Upplýsingar um námskeið

Ný námskeið eru að hlaðast inn í vefverslun Spretts þessa dagana. Allar nánari upplýsingar er að finna á sportabler.com/shop/hfsprettur Námskeið sem eru opin til skráninga núna eru;– Töltgrúppan 2024– Knapamerki 2 yngri flokkar Námskeið verða auk þess auglýst hér á Fb og heimasíðu félagsins, www.sprettur.is (ath ekki – sprettarar.is – hún er úreld) Nú fyrir áramót koma svo inn námskeið með Árný Oddbjörgu, Antoni Páli,… Read More »Upplýsingar um námskeið

Töltgrúppan hefst 10.jan 2024

Nú styttist óðfluga í að Töltgrúppan fari af stað aftur og því tilvalið fyrir maka Sprettskvenna að lauma slíku námskeiði í jólapakkann handa frúnni (hægt er að fá útprentað gjafabréf sé þess óskað til þess að lauma í jólapakkan). Kennt verður á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 í Samskipahöllinni, 1x í viku, 13 skipti. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. jan á bóklegum tíma þar sem farið verið yfir… Read More »Töltgrúppan hefst 10.jan 2024

Einkatímar hjá Antoni Páli

Reiðkennarinn Anton Páll Níelsson býður upp á einkatíma í desember. Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru miðvikudaginn 13.des og miðvikudaginn 20.des. Kennt verður í Samskipahöll hólf 3. Kennsla fer fram milli kl.9-17.  Verð er 35.000kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Knapar í yngri flokkum skrá sig með því… Read More »Einkatímar hjá Antoni Páli

helgarnámskeið með Viðari Ingólfssyni

Helgina 16.-17.des nk. mun landsliðsknapinn Viðar Ingólfsson bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti. Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir laugardaginn 16.des og sunnudaginn 17.des. í Samskipahöllinni í hólfi 3.  Tímasetningar í boði frá kl.9:00-16:00. Eingöngu 8 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig… Read More »helgarnámskeið með Viðari Ingólfssyni

Einka- og paratímar Sigvaldi Lárus

Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari frá Hólaskóla býður upp á einkatíma hvort sem er með ung og óreynd hross eða eldri og reyndari hross. Í boði eru einkatímar en einnig er hægt að mæta t.d. saman vinir, par, mæðgur, mæðgin o.s.frv. og deilist þá námskeiðsgjaldið í tvennt. Nánari upplýsingar hjá fraedslunefnd@sprettarar.is   Sigvaldi er reynslumikill tamningamaður og þjálfari. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann… Read More »Einka- og paratímar Sigvaldi Lárus

helgarnámskeið Anton Páll 2.-3.des

Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru laugardaginn 2.des og sunnudaginn 3.desKennt verður í Samskipahöll hólf 2. Kennsla fer fram milli kl.9-17. Verð er 35.000kr.  Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Knapar í yngri flokkum skrá sig með því að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is.

Knapamerki fullorðnir

Verkleg knapamerki 1 fyrir fullorðna! Verklegt KM1 verður kennt í nóvember og desember 2023. Kennt verður á mánudögum kl.18-19 í hólfi 3 í Samskipahöll og miðvikudögum kl.17-18 í Húsasmiðjuhöll. Samtals eru kenndir 8 tímar. Fyrsti tíminn er mánudaginn 20.nóv og síðasti tíminn er því 14.des þar sem framkvæmt verður lokaverkefni. Reiðkennari verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Verð er 28.000kr. Skráning er opin á sportabler.com/shop/hfsprettur Ef áhugi… Read More »Knapamerki fullorðnir

Útreiðanámskeið

Útreiðanámskeið í nóvember og desember! Boðið er uppá einstaklingstima eða litla hópa. Ef þú ert að koma þér í hnakkinn aftur en vilt fá stuðning með leiðsögn er boðið uppá útreiðarnámskeið þar sem byrjað er inni gerði og svo farið í reiðtúr. Frábær leið til að kynnast þeim reiðleiðum sem Sprettur hefur uppá að bjóða. Kennt er virka daga, helst í björtu, dag-og tímasetningar eru… Read More »Útreiðanámskeið

Pollafimi

Nýtt námskeið! Pollafimi er námskeið fyrir yngstu knapana þar sem verður lögð áhersla á jafnvægi og ásetu með skemmtilegum æfingum meðan þeir eru hringteymdir. Sniðugt er fyrir tvo litla knapa að sameinast um einn hest. Það sem þarf er hestur, hnakkur eða gjörð með handföngum, snúrumúll eða hringtaumsmúll og vaður/langur taumur. Kennt er á laugardögum milli kl.10-12 í Húsasmiðjuhöll. Samtals 4 skipti, 45mín hver tími.… Read More »Pollafimi

Hestamennsku námskeið

Hestamennsku námskeið! Hestamennskunámskeið fyrir hressa krakka, 9 ára og eldri, sem hafa áhuga á hestum og öllu sem þeim tengist. Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á hestum og umhirðu hrossa á skemmtilegan og líflegan hátt. Námskeiðið er kennt á fimmtudögum kl.17-18 í Samskipahöllinni, 2.hæð. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 16.nóvember, 6 skipti samtals, síðasti tíminn er 21.des. Ekki er þörf á að koma með hest á… Read More »Hestamennsku námskeið