Skip to content

Námskeið

Hestaíþróttir yngri flokkar

Boðið verður upp á námskeið fyrir börn og unglinga og er ætlað þeim sem vilja sækja almennt reiðnámskeið þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í reiðmennsku. Námskeiðið hentar einnig fyrir þau sem hafa sótt pollanámskeið og vilja stíga næsta skref í sinni reiðmennsku. Miðað er við að nemendur geti stjórnað sínum hesti sjálf og riðið á tölt/brokk hraða. Viðmiðunaraldur er 8 til 14 ára. Skipt… Read More »Hestaíþróttir yngri flokkar

Pollanámskeið

Frábæru pollanámskeiðin hjá Hrafnhildi Blöndahl hefjast laugardaginn 20.janúar. Kennt verður í Húsasmiðjuhöllinni, 40mín hver tími, samtals 6 skipti. Tímasetningar í boði á milli kl.10-13. Skipt verður í hópa, minna vanir og meira vanir. Líkt og áður er námskeiðið gjaldfrjálst og hvetjum við alla polla til að skrá sig. Mikið stuð og mikið gaman! Þó er nauðsynlegt að skrá sig í gegnum sportabler til að tryggja… Read More »Pollanámskeið

Keppnisnámskeið yngri flokka

Reiðkennarinn Árný Oddbjörg mun kenna keppnisnámskeið yngri flokka. Námskeiðið verður kennt á mánudögum og hefst mánudaginn 29.janúar og verður kennt fram að úrtöku fyrir Landsmót, samtals 16 tímar. Námskeiðinu lýkur 20.maí. Gæðingamót Spretts er á dagskrá 24.-27.maí. Kennt verður bæði í paratímum (4x) sem eru 40mín og einkatímum (12x) sem eru 30mín. Ekki er kennt mánudaginn 1.apríl (annar í páskum). Námskeiðið er ætlað knöpum í… Read More »Keppnisnámskeið yngri flokka

Einkatímar hjá Viðari

Einkatímar hjá Viðari Ingólfssyni! Landsliðsknapinn Viðar Ingólfsson mun bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti. Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir fimmtudaginn 18.janúar og fimmtudaginn 1.febrúar. Tímasetningar í boði frá kl.17:00-21:30. Eingöngu 6 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að… Read More »Einkatímar hjá Viðari

Einkatímar á virkum dögum Anton Páll

Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni þriðjudaginn 23.febrúar og miðvikudaginn 7.febrúar. Um er að ræða tvo einkatíma, 45mín hvor. Kennt verður í Samskipahöll hólf 3. Kennsla fer fram milli kl.8:15-16:30. Verð er 35.000kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Sjá ákveðnar tímasetningar merktar yngri flokkum.… Read More »Einkatímar á virkum dögum Anton Páll

Helgarnámskeið með Antoni Páli

Helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni 27.-28.janúar. Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru laugardaginn 27.jan og sunnudaginn 28.jan Kennt verður í Samskipahöll hólf 3 á laugardegi og Húsasmiðjuhöll á sunnudegi. Kennsla fer fram milli kl.8:15-16. Verð er 35.000kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka… Read More »Helgarnámskeið með Antoni Páli

Einkatímar hjá magnúsi Lárussyni

Hver einkatími er 40mín. Tímar í boði á milli kl.15:00 til 21:00. Kennt verður í Samskipahöll í hólfi 3. Kennt verður annan hvern þriðjudag og hefst kennsla þriðjudaginn 16.jan. 8 skipti samtals. Kennt verður;16.jan., 30.jan., 13.feb., 27.feb.,12.mars, 26.mars, 9.apríl og 23.apríl. Skráning er hafin – hér er beinn hlekkur á skráninguna; https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjYwNzY=?

Töltgrúppan hefst 10.janúar

Nú styttist óðfluga í að Töltgrúppan fari af stað aftur! Skemmtilegt námskeið í frábærum félagsskap Sprettskvenna! Kennt verður á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 í Samskipahöllinni, 1x í viku, 13 skipti. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. jan á bóklegum tíma þar sem farið verið yfir reiðleiðir og starf vetrarins rætt.​ Lokamarkmið námskeiðsins er að hópurinn komi fram á Dymbilvikusýningu Spretts 27. mars 2024 en ekki er skylda að… Read More »Töltgrúppan hefst 10.janúar

Einka og paratímar hjá Róberti Petersen!

Reiðkennarinn og reynsluboltinn Róbert Petersen býður upp á einka-og paratíma í Samskipahöllinni í vetur. Kennslan er sérsniðin að þörfum og óskum hvers og eins nemanda/hesti. Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöllinni. Kennsla hefst þriðjudaginn 23.janúar og eru tímasetningar í boði milli kl.17-21. Samtals 6 skipti.Einkatímar eru kenndir 40mín hver tími. Paratímar eru kenndir í 60mín. Skráning er opin og fer fram í sportabler; https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjYwNzk=

Hindrunarstökksnámskeið yngri flokkar

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti, Húsasmiðjuhöll, og verður kennt á fimmtudögum. Virkilega skemmtilegt og öðruvísi námskeið fyrir hesta og knapa! Fyrsti tíminn er 18.jan kl.17-18. Samtals 6 skipti. Námskeiðið er fyrir knapa í yngri flokkum, 10-21 árs, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Stefnt verður að því að búa til sýningarhóp fyrir þá sem hafa áhuga á því. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á… Read More »Hindrunarstökksnámskeið yngri flokkar