Skip to content

Námskeið

Liberty og Lazertag

Þriðjudaginn 12.mars nk. mun Sprettarinn Hulda María Sveinbjörnsdóttir sýna okkur „Liberty training“ en þá er hesturinn frjáls og honum er kennt að gera allskyns kúnstir. Sýnikennslan fer fram í Húsasmiðjuhöllinni kl.17:00 þriðjudaginn 12.mars, opið öllum áhugasömum. Að lokinni sýnikennslu verður boðið upp á ferð í Lazertag í Smáralind að beiðni barna- og unglingaráðs. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur og kostar 1500kr. Hér er beinn hlekkur… Read More »Liberty og Lazertag

Einkatímar Viðar Ingólfsson

Landsliðsknapinn Viðar Ingólfsson mun bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti. Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir þriðjudaginn 19.mars og þriðjudaginn 2.apríl. Tímasetningar í boði frá kl.17:00-21:30. Eingöngu 6 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir… Read More »Einkatímar Viðar Ingólfsson

Helgarnámskeið Anton Páll 23.-24.mars

Helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni 23.-24.mars nk. Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru laugardaginn 23.mars og sunnudaginn 24.mars. Kennt verður í Samskipahöll hólf 3 á laugardegi og Húsasmiðjuhöll á sunnudegi. Kennsla fer fram milli kl.9:00-16:30. Verð er 35.000kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri… Read More »Helgarnámskeið Anton Páll 23.-24.mars

Pollanámskeið

Frábæru pollanámskeiðin hjá Hrafnhildi Blöndahl halda áfram laugardaginn 16.mars. Kennt verður í Húsasmiðjuhöllinni, 40mín hver tími, samtals 6 skipti. Tímasetningar í boði á milli kl.10-12. Ekki er kennt laugardaginn 30.mars. Síðasti tíminn er laugardaginn 27.apríl. Stefnt verður að því að fara amk 1x út, í afmarkað svæði, ef veður leyfir. Skipt verður í þrjá mismunandi hópa;Kl.10:00- 10:40 minna vanirKl.10:40-11:20 meira vanirKl.11:20-12:00 pollar/börn ríða sjálf/ekki teymd… Read More »Pollanámskeið

Einkatímar hjá Ylfu Guðrúnu

Reiðkennarinn Ylfa Guðrún Svafarsdóttir býður upp á einkatíma.  Kennt verður annanhvern miðvikudag, fyrsti tími miðvikudaginn 13.mars. Kennt er í Samskipahöll og Húsasmiðjuhöll. Samtals 4 skipti. Síðasti tíminn er kenndur 24.apríl. Kennt er í 45mín einkatímum, tímasetningar í boði á milli 15 og 19.Verð fyrir fullorðna er 49.000kr. Verð fyrir yngri flokka er 38.500kr. Yngri flokkar skrá sig með því að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is  Kennsludagar eru; 13.mars… Read More »Einkatímar hjá Ylfu Guðrúnu

Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen

Reiðkennarinn og reynsluboltinn Róbert Petersen býður upp á einka- og paratíma í Samskipahöllinni í vetur. Kennslan er sérsniðin að þörfum og óskum hvers og eins nemanda/hesti. Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöllinni. Kennsla hefst þriðjudaginn 5.mars og eru tímasetningar í boði milli kl.17-21. Í boði eru paratímar, kennt er í 60mín. og einkatímar, kennt er í 40mín. Kennslu lýkur 9.apríl, samtals 6 skipti. Skráning hefst… Read More »Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen

Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig

Vinsælu námskeiðin hennar Sigrúnar Sigurðardóttur hefjast aftur mánudaginn 25.mars nk. Námskeiðin eru almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur. Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega byrja með nýja hesta. Námskeiðið hefst þann 25.mars 2024,… Read More »Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig

Einkatímar hjá Árnýju

Einkatímar hjá Árnýju Oddbjörgu. Námskeiðið hefst 13.mars, kenndir eru 8 * 30mín tímar, námskeiðinu lýkur 15.maí. Kennt er í Samskipahöll.  ATH! Ekki er kennt miðvikudaginn 27.mars vegna Dymbilvikusýningar.  ATH! Eingöngu eitt pláss á hvern einstakling.  Reiðtímar í boði á milli kl.14:30-19:30.  Verð fyrir fullorðinn er 55.000kr. Verð fyrir yngri flokka er 40.500kr.  Skráning opnar laugardaginn 24.febrúar kl.12:00 á sportabler.com/shop/hfsprettur

Einkatímar Anton Páll

Reiðkennarinn Anton Páll Níelsson býður upp á einkatíma í mars og apríl. Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru fimmtudaginn 14.mars og miðvikudaginn 10.apríl. Kennsla fer fram í Húsasmiðjuhöll báða dagana milli kl.8-16. Verð fyrir fullorðna er 35.000kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Knapar… Read More »Einkatímar Anton Páll

Námskeiðsframboð og skráning á námskeið

Mikil ásókn hefur verið á námskeið á vegum Spretts og oftar en ekki komast færri að en vilja. Því hefur verið líkt við villta vestrið að skrá sig á sum námskeið sem eru hvað vinsælust. Það er því hugmynd að skráning á ný námskeið verði framvegis á sama tíma og sama vikudegi, svo allir séu meðvitaðir um hvenær skráning hefst. Kl.12:00 á laugardögum opnar skráning… Read More »Námskeiðsframboð og skráning á námskeið