Skip to content

BLUE LAGOON mótaröðin

Vinsæla BLUE LAGOON mótaröðin verður á sínum stað í vetur í Samskipahöllinni í Spretti.

Mótaröðin er ætluð börnum, unglingum og ungmennum alls staðar af landinu. Einnig verður boðið upp á einstaka keppni í pollaflokki þann 29.febrúar.

Keppt verður á fimmtudögum. Húsið opnar kl.17:15 og mótin hefjast kl.17:30. Skráningagjöld verða 3500kr.
15.febrúar Fjórgangur
29.febrúar Fimmgangur og pollakeppni
21.mars Tölt og slaktaumatölt
11.apríl Gæðingakeppni innanhúss

Sex efstu knapar fara í úrslit hverju sinni en það verða ekki riðin B-úrslit. Knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki á síðasta mótinu. Mótið er opið öllum knöpum í yngri flokkum.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng (www.sportfengur.com). Ekki er tekið við skráningum eftir að skráningarfresti lýkur.

Æfingatímar verða í boði í Samskipahöllinni eftirtalda sunnudaga:
11.febrúar kl.18:00-20:00
25.febrúar kl.18:00-20:00
17.mars kl.18:00-20:00
7.apríl kl.18:00-20:00

Sem fyrr er það BLUE LAGOON sem styrkir mótaröðina og leggur til glæsilega farandgripi. Auk þess verða veglegir vinningar fyrir efstu sætin í hverjum flokki.

Við óskum eftir að þeir vinningshafar sem hafa hjá sér til varðveislu farandgripi BLUE LAGOON mótaraðarinnar skili inn farandgripum á fyrsta móti vetrarins, þann 15.febrúar.

Vonumst til að sjá sem flesta í Samskipahöllinni í vetur á BLUE LAGOON mótaröðinni.

Fyrir allar nánari upplýsingar er hægt að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is