Hestamannafélagið Sprettur í samstarfi við BLUE LAGOON býður upp á mótaröð í Samskipahöllinni fyrir knapa í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Einnig verður boðið uppá einstaka keppni í pollaflokki þann 6.mars.
Að þessu sinni verða mótin fjögur en keppt verður í tölti, fjórgangi, fimmgangi og gæðingakeppni innanhús. Keppt verður eftir lögum og reglum LH.
Dagsetningar mótanna eru eftirfarandi:
20. febrúar – fjórgangur
6. mars – fimmgangur + sérstök pollakeppni
27. mars – gæðingakeppni
6 efstu knapar fara í úrslit en það verða ekki riðin B-úrslit. Knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki á síðasta mótinu. Mótið er opið öllum knöpum í yngri flokkum.
Skráning hefst á mánudegi, viku fyrir hvert mót, og lýkur á miðnætti á fimmtudagskvöldi, fyrir hvert mót. Ráslistar eru birtir á föstudegi fyrir mót. Mótin eru haldin á mánudögum í Samskipahöllinni í Spretti. Í boði verða æfingatímar fyrir hvert mót í allri Samskipahöllinni. Þeir verða auglýstir nánar á Fb síðu hestamannafélagsins Spretts hverju sinni.
Æfingatímar fyrir fyrstu keppni verður fimmtudaginn 2.febrúar milli kl.19:00-21:00 í Samskipahöllinni.
Á fyrsta mótinu þann 6.febrúar verða eftirfarandi flokkar og greinar eru í boði:
Barnaflokkur (10 – 13 ára) – Tölt T3
Unglingaflokkur (14 – 17 ára) – Tölt T3
Ungmennaflokkur (18-21 ára) – Tölt T3
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og hefst mánudaginn 30.janúar á sportfeng.com og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 2.feb. Ekki er tekið við skráningum eftir að skráningarfresti lýkur.
Skráningargjöld eru eftirfarandi:
3000 kr. fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk
Frítt fyrir keppni í pollaflokki.
Vonumst til að sjá sem flesta í Samskipahöllinni mánudaginn 6.febrúar nk.