Vegna bílaplan norðan við Samskipahöllina
Bílaplanið fyrir norðan Samskipahöll hefur verið notað fyrr heyrúllur og heybagga síðustu árin. Úthlutun á plássi fyrir heyrúllur og heybagga hefur farið fram í samráði við stjórn eða framkvæmdarstjóra Spretts. Bílaplanið er í eigu Kópavogsbæjar og er einnig hugsað fyrir stærri viðburði í HK – og Samskipahöll.
Sprettur á í góðu samstarfi við Kópavogsbæ með það hvernig planið er nýtt, það samstarf hefur gengið mjög vel síðustu árin. Nú er svo komið að Kópavogsbær þarf að nota hluta af bílaplaninu fyrir gáma sem innihalda gólfefni í íþróttahallir bæjarins sem þörf er á að nota á stórviðburðum. Eftir fund með fulltrúum Kópavogsbæjar og stjórn Spretts þá var ákveðið að þessir gámar yrðu staðsettir á svæði sem hefur verið merkt með grænu hér á meðfylgjandi mynd. Það sem er merkt með bláu er svo svæði sem þarf að vera autt svo að hægt sé að nálgast gáma með þæginlegu móti.
Sprettarar eiga svo að geta notað restina af planinu, hluti verður notaður sem svæði fyrir heyrúllur og heybagga ásamt bílastæðum fyrir viðburði sem eru haldnir í Samskipahöll.
Stjórn Sprett sér alfarið um að úthlutar stæðum fyrir félagsmenn undir heyrúllur og heybagga. Viljum við benda þeim aðilum sem ætla að nýta sér planið til að geyma heyrúllur og heybagga að gera það í fullu samráði við stjórn Spretts, hægt er að senda á netfangið [email protected] og óska eftir plássi. Hugmyndin er að taka vægt gjald ef magn fer umfram ákveðið en sú útfærsla er ennþá í vinnslu. Einnig er verið að útbúa heyrúllusvæði fyrir félagsmenn á nýja svæðinu okkar á móts við Hattarvelli, nánari upplýsingar verða veittar um það svæði þegar að Garðabær hefur skilað af sér svæðinu.
Reiknað er með að svæðið við Samskipahöllina sé hreinsað á hverju vori og að þeir aðilar sem skilja eftir heyrúllur og heybagga eftir þann tíma verði rukkaðir fyrir förgun.
Þeir aðilar sem eiga heyrúllur, heybagga, gámapalla eða pallettur eru beðnir um að hafa samband við [email protected] við fyrsta tækifæri.