ATH! Framkvæmdir á Sprettssvæðinu!

Kæru Sprettarar!

Okkur þykir leitt að tilkynna að vinna við vatnslögn hjá Garðabæ mun hefjast núna á næstu dögum og standa yfir í 4-5 vikur. Reiðleið meðfram Samskipahöllinni og að nýrri reiðleið í nýjasta hverfinu sem er í uppbyggingu verður því lokuð meðan á framkvæmdum stendur. Aðgengi að Samskipahöllinni verður þó tryggt og að hægt verður að fara inn og út um hurð 1 á langhlið Samskipahallarinnar. Sjá staðsetningu framkvæmda nánar á meðfylgjandi mynd.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir munu hafa í för með sér. Óhjákvæmilegt reyndist að seinka þessari vinnu fram á haustið. Verktakar hafa lofað að ganga hratt og vel til verka svo þær taki sem stystan tíma.

Við biðjum ykkur því að nýta frekar aðrar reiðleiðir meðan á þessum framkvæmdum stendur, s.s. meðfram Markaveginum og í gegnum nýjasta hverfið sem er í uppbyggingu.

Scroll to Top