Árshátíð Spretts verður haldin í veislusal Spretts 19.nóv nk í veislusal Spretts.
Loksins hafa Sprettarar tækifæri til þess að spyrða sig í sparigallann og skunda í veislusal Spretts á árshátíð þann 19.nóv. Húsið opnar kl 18:00 með léttum fordrykk, borðhald hefst kl 19:00. Glæsilegt steikarhlaðborð verður á boðstólum.
Íþróttafólk Spretts í ungmennaflokki og fullorðinsflokkum verður heiðrað.
Þröstur 3000 og Jón Magnússon munu halda uppi stuðinu á meðan borðhaldi stendur
Hljómsveitin Allt í einu mun svo spila fram á nótt
Miðaverð er 8900kr.
Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á [email protected] með nafni, símanúmeri og fjölda miða. Afhending miða verður svo auglýst síðar.
Skemmtinefnd Spretts