Skip to content

Andrea Bocelli tónleikar 21.5

Vegna Andrea Bocelli tónleika sem verða í Kórnum á morgun laugardaginn 21.5. geta Sprettarar búist við umferðartöfum í kringum Sprett.

Tafir á umferð hefjast líklega uppúr kl 17:00 og munu standa til ca kl 20:00. 

Gæsla verður við hlið á svæðinu en mun það ekki hafa áhrif á Sprettara sem þurfa að komast í hesthúsin.

https://senalive.is/bocelliadgengi/