Skip to content

Áhugamannamót Íslands og áhugamannamót Spretts 2023

Dagana 21-23.júlí nk mun Áhugamannamót Íslands fara fram á félagssvæði hmf. Spretts í Garðabæ og Kópavogi. Samkvæmt reglum LH skal eingöngu keppt í 1. flokki á þessu móti.

Því höfum við ákveðið í samráði við LH að á sama tíma verður Áhugamannamót Spretts haldið. Þar verður keppt í 2. og 3. flokki.

Mótin verð „keyrð“ saman í dagskrá en í Sportfeng eru þetta aðskilin mót, biðjum við keppendur um að gefa því gaum við skráningu.

Við hvetjum alla áhugasama keppendur um að taka helgina frá og taka þátt á þessu skemmtilega móti.

Skráning er opin í Sportfeng. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Fjölmagir styktaraðilar hafa stokkið á vagninn með okkur og verða vegleg verðlaun í boði í öllum flokkum.

Gisting í smáhýsum, reiðtygi, bætiefni fyrir hross, rekstarþjálfun, reiðkennsla, út að borða, fóðurbætir ofl ofl.

Hér er tengill á viðburðinn. https://fb.me/e/N3TvfHWH

Áhugamannamót Íslands  og Ástund/Tommy Hilfilger

Þátttökurétt á Áhugamannamóti Íslands hafa allir sem náð hafa 22 ára aldri á keppnisárinu og hafa ekki keppt í meistaraflokki í íþróttakeppni á síðastliðnum 5 árum.

Keppt verður í 1.flokki. Hér keppa knapar með meiri keppnisreynslu.

Keppt veðrur í: Tölt T3, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Slaktaumatölt T4, Gæðingaskeið PP1, Fjórgangur V5, Tölt T7 einnig verður keppt í Gæðingakeppni, A og B flokki.

Áhugamannamót Spretts og Bílabankans.

Keppt verður í 2. flokki. Hér keppa knapar með minni keppnisreynslu .

Keppt verður í : Tölt T3, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Slaktaumatölt T4, Fjórgangur V5, Tölt T7.

Keppt verður í 3. flokki Hér keppa knapar sem er byrjendur í keppni, fólk sem hefur td eingöngu keppt á vetrarleikum eða minni mótum.

Keppt verður í : Tölt T7 og Fjórgangur V5

Við bendum keppendum á nýjar reglur varðandi beislabúnað í keppni https://www.lhhestar.is/is/frettir/hvad-ma-eiginlega