Skip to content

Áhugamannadeild Spretts 2023

Undirbúningur er á fullu fyrir níunda keppnisárið í Áhugamannadeild Spretts.
Við stefnum á glæsileg mót árið 2023 og hafa dagsetningar löngu verið teknar frá í Samskipahöllinni góðu.

Ný lið sem hafa áhuga á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 17.október nk. Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn fimm knapa liðsins.

Þau lið sem féllu úr deildinni 2022 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um í Áhugamannadeild Spretts 2023.

Breytingar sem verða í deildinni í vetur eru þær að allir liðsmenn mega keppa í öllum greinum, þrjár efstu einkunnir gilda til stiga og inn í úrslit. Einungis geta 3 efstu liðsmenn riðið úrslit í hverri grein.

Riðin verða B-úrslit í öllum greinum nema gæðingaskeiði, sigurvegari B-úrslitanna ríður ekki líka A-úrslit

Umsóknir sendist á ahugamannad.spretts@gmail.com fyrir 17.október n.k.

Við minnum á reglur Áhugamannadeildar Spretts – liður 7 – um hvaða knapar hafa keppnisrétt í deildinni.
Þær breytingar hafa verið gerðar á reglunum að sá liður sem hann snéri að því að þeir knapar sem hafa lokið reiðkennarnámi á háskólastigi hafa ekki keppnisrétt fellur út.

Hafa þeir knapar sem uppfylla önnur skilyrði 7. gr. reglanna keppnisrétt.

7. Keppendur í Áhugamannadeildinni – inngangsskilyrði
7.1. Knapar sem hafa töluverða reynslu af keppni en deildin er ekki byrjendadeild.
7.2. Knapar sem ekki hafa keppt í F1, V1, T1, T2 eða Meistaradeild seinustu 3 ár.
7.3 Öll gæðingakeppni, á öllum stigum, og kappreiðar er undanskilin þ.e.a.s. heimilt er að keppa í gæðingakeppni og kappreiðum án þess að það hafi áhrif á inngangskilyrði.
7.4 Þessar reglur gilda um öll mót, einnig innanhúsmót.
7.5 Knapar sem hafa ekki haft laun af tamningu eða þjálfun hesta seinustu 3 ár
7.6 Villiköttur í Meistaradeild hefur ekki leyfi til að keppa í Áhugamannadeild
7.7 Lágmarksaldur keppenda í Áhugamannadeild er 22 ár.
7.8 Stjórn Áhugamannadeildar Spretts hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylla inngangskilyrði
Íslandsmót 2022 er undanskilið þ.e.a.s. keppni á Íslandsmóti hefur ekki áhrif á inngangskilyrði í Áhugamannadeild 2023.

Dagsetningar móta 2023 hafa verið ákveðnar – með fyrirvara um niðurröðun greina.
Fimmtudagur 16. febrúar: Fjórgangur
Fimmtudagur 2. Mars: Slaktaumatölt
Föstudagur 24. mars: Fimmgangur
Föstudagur 31. mars: Tölt
Laugardagur 1.apríl gæðingaskeið með fyrirvara um veður og vallaraðstæður

1.aprí lokahóf í veislusal Spretts

Hvetjum hestamenn að safna saman í lið og sækja um í Áhugamannadeild Spretts 2023