Loftið var rafmagnað í Samskipahöllinni á laugardagskvöldið þegar dregið var um þau þrjú lið sem fá tækifæri til að bætast við deildina í vetur og spreyta sig.
Að þessu sinni voru það 7 lið sem sóttust eftir því að komast inn í deildina en aðeins eru 3 lið sem komast að, auk þeirra sem vörðu keppnisrétt sinn í fyrra.
Aðalstyrktaraðili deildarinnar var einnig kynntur en það verða Gluggar og Gler sem styrkja mótaröðina þriðja árið í röð.
Eftirfarandi lið voru dreginn út. Liðin þrjú þurfa nú að finna sér styrktaraðila og staðfesta þátttöku sína í deildinni í vetur.
Lið Ásteyjar:
Ástey Gunnarsdóttir
Hafdís Arna Sigurðardóttir
Hafdís Svava Níelsdóttir
Símon Orri Sævarsson
Steinþór Freyr Steinþórsson
Lið Hrafnhildar:
Hranfhildur Jóhannesdóttir
Berglind Sveinsdóttir
Gunnhildur Vilbergsdóttir
Rúrik Hreinsson
Viggó Sigursteinsson
Lið Sigríðar:
Sigríður Kristjánsdóttir
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Guðni Kjartansson
Esther Ósk Ármannsdóttir
Margrét Ásta Guðjónsdóttir