Minnum á að umsóknarfrestur í Afrekssjóð Kópavogs er að renna út!
Hér má sjá reglugerð um Afrekssjóð Kópavogs.
Hver og einn einstaklingur sækir um sjálfur í Afrekssjóð íþróttaráðs Kópavogs (ólíkt fyrirkomulaginu hjá Garðabæ). Hér eru leiðbeiningar varðandi umsókn í Afrekssjóð Kópavogs í þjónustugáttinni.
1) Velur þjónustugátt efst í hægra horni á heimasíðu Kópavogsbæjar https://www.kopavogur.is/
2) Þar er svo valið „umsóknir“ í efstu línu
3) Næst er valið Íþróttamál
4) Og að lokum er farið inn í umsókninn með því að klikka á umsóknarflipann – umsókn um afreksstyrk Kópavogsbæjar.
Meira en velkomið er að heyra í yfirþjálfara ef einhver vill aðstoð eða yfirlestur á umsókn, [email protected] og/eða s. 868 7432 (Þórdís).
Markmið sjóðsins eru:
a) Að veita afreksíþróttafólki í íþróttafélögum í Kópavogi fjárhagslegan styrk vegna æfinga og/eða keppni, og þannig búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.
b) Að veita afreksíþróttafólki styrk sem á lögheimili í Kópavogi en getur ekki stundað sína íþrótt í bæjarfélaginu.
Allar umsóknir skal senda í gegnum þjónustugátt Kópavogs á www.kopavogur.is. En eingöngu er tekið á móti rafrænum umsóknum.
Opið verður fyrir umsóknir til 30. nóvember 2024.
Vinsamlega komið upplýsingum áfram til þeirra í ykkar félagi sem það á erindi við.