Skip to content

Æfingatímar ungmenni

Ungmenni Spretts! Æfingatímar með alþjóðlegum dómara verða í boði, ókeypis, þriðjudaginn 23.janúar milli kl.20-22 í Samskipahöllinni. Æfingatímarnir eru eingöngu ætlaðir ungmennum að þessu sinni. Hægt er að skrá 1-2 hesta, ef fjöldi skráninga verður mikill þá styttum við tímann í 7mín. Hægt er að mæta með ungan og efnilegan hest eða eldri og reyndari, alveg sama hvaða prógramm þið viljið sýna, einn inn á í einu. Hulda G. Geirsdóttir alþjóðlegur dómari mætir og gefur leiðbeiningar og einkunnir sem þið fáið svo sent í tölvupósti til ykkar. Nauðsynlegt er að skrá sig á fraedslunefnd@sprettarar.is svo hægt sé að raða niður hestum og knöpum – skráningu lýkur þriðjudaginn 23.janúar kl.13:00.