Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins

Hrossaræktarfélag Spretts hélt aðalfund sinn 19.nóv í Samskipahöllinni. Góð mæting var á fundinn. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru veitt verðlaun fyrir ræktun efstu hrossa í 4 aldursflokkum – varðveisla á farandbikar, sjá nánar hér fyrir neðan. Auk þess var valinn Ræktunarmaður ársins 2015 og hlaut Hörður Jónsson titilinn fyrir ræktun sína á stóðhestinum Galdri frá Reykjavík –IS2009125291. B: 8.33 H: 8.58 Ae: 8.48. Fundargerð má lesa á heimasíðu Spretts undir ræktun.

Kynbótahross til verðlauna 2015.

2011

Hryssur:

Freisting frá Flagbjarnarholti IS2011286653, B: 8.58 H: 7.38 Ae: 7.86 . F: Framherji f.

Flagbjarnarholti, M: Von f. Arnarhóli. Ræktandi: Sveinbjörn Bragason

Hestar: enginn sýndur í fullnaðardóm

2010

Hryssur:

Hátíð frá Vesturkoti IS2010287132, B: 8.05 H.8.42 Ae: 8.27 . F: Þeyr f. Akranesi, M: Hekla f.

Miðsitju. Ræktandi: Finnur Ingólfsson

Hestar:

Silfurtoppur frá Vesturkoti IS2010187114, B: 8.11 H: 7.8 Ae: 7.92, F: Dugur f. Þúfu, M:

Skelfing f. Hofstaðaseli. Ræktandi: Finnur Ingólfsson

2009

Hryssur:

Stáss frá Ytra Dalsgerði IS2009265791, B: 7.91 H: 8.45 Ae: 8.24, F: Þokki f. Kýrholti, M: Lúta

f. Ytra Dalsgerði. Ræktandi : Kristinn Hugason og Hugi Kristinsson

Hestar:

Galdur frá Reykjavík IS2009125291, B: 8.33 H: 8.58 Ae: 8.48, F: Seifur f. Flugumýri II, M:

Snerra f. Reykjavík. Ræktandi: Hörður Jónsson og Sigríður Jónsdóttir

2008 og eldri

Hryssur:

Gola frá Hofsstöðum IS2006225427, B: 8.18 H: 8.2 Ae: 8.19, F: Grunur f. Oddhóli, M:

Vending f. Holtsmúla I. Ræktandi: Jón Ólafur Guðmundsson, Erla Guðný Gylfadóttir og

Þórdís Erla Gylfadóttir

Hestar:

Þór frá Votumýri IS2008187937, B8.00 H: 8.91 Ae: 8.55, F: Álfur f. Selfossi, M: Önn f.

Ketilsstöðum Ræktandi: Gunnar Már Þórðarson og Kolbrún Björnsdóttir

hrossaraektverdlaun
Scroll to Top