Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2021 til janúar 2023 þann 18. apríl n.k. kl. 18:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi.
Aðalfundarstörfum verður framhaldið þaðan sem frá var horfið þegar tillaga um frestun var samþykkt á aðalfundi Spretts þann 28.mars sl
Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins.
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Framlagning reikninga félagsins.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning stjórnar skv. 6. gr. laga félagsins.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr. laga félagsins.
8. Kosning í nefndir skv. 17. gr. laga félagsins.
9. Ákvörðun félagsgjalds.
10. Fjárhagsáætlun næsta árs.
11. Önnur mál er félagið varða.
Félagsmenn eru upplýstir um að jafnskjótt og aðalfundur hefur verið settur mun verða flutt tillaga um að aðalfundi verði frestað í 24 stundir eða til 19.4. kl. 20:00. Verður þetta gert vegna þess að nokkrir stjórnarmenn eiga þess ekki kost að sækja aðalfund á þeim tíma sem samþykkt var að honum yrði framhaldið.