Á spretti aftur á skjáinn

Hestamannafélagið Sprettur og RÚV hafa undirritað samning um framleiðslu og sýningu annarar þáttaraðar af „Á spretti,“ sjónvarpsþáttum sem fjalla um Glugga- og glers deild áhugamanna í hestaíþróttum.

RÚV sýndi frá deildinni sl. vetur við mjög góðar viðtökur, en þá voru sýndir fimm þættir. Á næsta ári verða þættirnir sex enda hefur einni keppnisgrein verið bætt við deildina og fjallað verður um mótin fimm, auk samantektarþáttar í lokin. Þættirnir verða á dagskrá hálfsmánaðarlega á milli móta og hefjast sýningar í febrúar.
Umsjón með þáttunum hefur Hulda G. Geirsdóttir og um dagskrárgerð sjá þau Hulda og Óskar Þór Nikulásson.

Myndir:
– Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Spretts og Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV handsöluðu samninginn á dögunum.

-Þau Óskar og Hulda snúa aftur og sjá um dagskrárgerð þáttanna á RÚV í vetur.

Magnus og Hilmar 1 800x573
Óskar og Hulda - Á spretti 800x600
Scroll to Top