Skip to content

30.km hámarkshraði

Af gefnu tilefni minnum við ökumenn sem aka í gegnum félagssvæði hmf Spretts að á svæðinu öllu er hámarkshraði 30 km.

Því miður virða of fáir ökumenn hámarkshraðann á svæðinu og ítrekað fáum við tilkynningar um að hestar fælist vegna bíla sem aka of hratt. Síðast í dag datt unglingstúlka af baki hesti sem fældist við bíl sem ók mjög hratt yfir hraðahindrunina á Markavegi þar sem farið er yfir í Heimsenda, milli Hæðarenda og Hlíðarenda, litlu mátti muna að stúlkan lenti á grindverki.