Fyrsta mót 1.deildarinnar í hestaíþróttum verður nk föstudag, 23.feb. Margir öflugir knapar og hestar munu spreyta sig í Samskipahöllinni.
Veitingasalan opnar í veislusalnum kl:17:00. Á boðstólum verður lambalæri með rótargænmeti, brúnni sósu og kartöflugratíni.
Hvetjum hestafólk til þess að fjölmenna í stúkuna og fylgjast með þessari spennandi nýju deild.
Mótið hefst kl 19:00.
Ráslistar verða kynntir í þætti á Alendis.is í opinni dagskrá kl 20:00 miðvikudagskvöldið 21.feb.