Skip to content

1.deildin í hestaíþróttum 16.mars

Kæru félagsmenn,

Mætum á svæðið og styðjum okkar félagsmenn í 1. deildinni í hestaíþróttum!!!

1. deildin verður haldin laugardaginn 16. mars í Spretti.

Í þetta skiptið verður keppt í Slaktaumatölti T2 og hefst keppni klukkan 18:00.

Húsið opnar klukkan 17:00 og verða ljúffengar kótilettur á boðstólum.

Tveir fyrir einn er af bjór á meðan mótið stendur yfir.

Ingó Veðurguð heldur síðan upp stuði og stemmingu strax að móti loknu (frítt inn).

Þetta er kvöld sem engin hestaáhugamaður má láta framhjá sér fara.