Jólakveðja
Hestamannafélagið Sprettur óskar öllum félagsmönnum sínum gleðilegrar jólahátíðar.
Hestamannafélagið Sprettur óskar öllum félagsmönnum sínum gleðilegrar jólahátíðar.
Það verður lokað í Hattarvallar höll í dag frá kl 10-16 vegna viðgerðar við rafmagn. Vonum að þetta komi ekki illa við félagsmenn og þökkum skilninginn.
Hverfið okkar góða er í uppbyggingu og það þýðir að umferð stórvirkra vinnuvéla verða algengari sem og að nærumhverfi byggingalóða fylgi rask og hávaði. Við getum ekki bannað umferðina né staðið í vegi fyrir þessari uppbyggingu enda frábært fyrir okkur að fá fleiri félagsmenn í félagið okkar til að byggja upp framtíðina. Því er um að gera að reyna forðast byggingarsvæðin eins og kostur er… Read More »Vinnusvæði – Hestar&Menn
Kæru Sprettarar Það er gaman að sjá að hverfið okkar er að lifna hressilega við, er fleiri og fleiri taka inn hross á hús og eru að byrja útreiðar af fullum krafti og tala nú ekki um frumtamningar á nýjum trippum. Börnin stunda námskeiðin af fullum krafti og eru oft á ferli þegar skyggja tekur. Það er því ekki úr vegi að hvetja alla sem… Read More »Umferð – hestar&menn
Á morgun, miðvikudaginn 11 desember milli klukkan 17:30-18:030 verður tekið á móti plasti vestan við Samskiptahöllina. Hægt verður að koma með bagga og eða rúlluplast og einnig plast utan af spæni. Engin bönd, net eða annað rusl má vera saman við plastið. Nýtum endilega tækifærið og gerum fínt hjá okkur Annar dagur auglýstur fljótlega aftur
Nú ættu öll viðrunarhólf að vera komin í hvíld fyrir veturinn 🙂
Hrossaræktarnefnd Spretts hélt sína árlegu Uppskeruhátíð þann 15.nóv. sl. í Arnarfelli veislusal Samskipahallarinnar í Spretti. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu hross í hverjum flokki kynbótahrossa, hægt er að sjá þau hér . Kynbótahross ársins er Nóta frá Sumarliðabæ 2 IS2019281514 aðaleinkunn 8,67/8,71, aldursleiðrétt 8,77. Ræktunarbú ársins er Sumarliðabær 2. Meðaleinkunn hrossa 8,56 og fjöldi hrossa 7. Af þeim voru 5 í verðlaunasætum meðal 3ja efstu í þessum… Read More »Uppskeruhátíð Hrossaræktarnefndar Spretts 2024
Ágætu Sprettarar Nú gengur í garð einn stormasamasta tíð ársins með frosti og hita á milli og því um að gera að fara hvíla viðrunarhólfin svo ekki endi sem úttroðin stykki sem enginn sómi er að. Við ætlum að miða við 25 nóv. nk. sem lokadag sem hægt er að nýta viðrunarhólfin yfir daginn. Vonumst til að allir taki þessu vel og hlökkum til að… Read More »Viðrunarhólf spretts
Í meðfylgjandi hlekki er hægt að skrá sig fyrir miðum á Uppskeruhátíð Spretts&Fáks Uppskeruhátíðin fer fram í Arnarfelli þann 22 nóvember nk. Húsið opnar kl 19.00 Verðlaunaðir verða knapar í Spretti og Fáki í ungmenna, áhugamanna og meistaraflokki. Á hátíðinni verður steikarhlaðborð frá Flóru með grillaðri nautalund, steiktri kjuklingabringu ásamt tilheyrandi meðlæti. Þá mun hljómsveitin The Bookstore Band, spila fyrir dansi að borðhaldi og verðlaunafhendingu… Read More »Miðasala er hafin á uppskeruhátíð spretts&fáks !!
Miðasala fer fram á heimasíðum félaganna í skráningarformi og opnar í dag, fimmtudaginn 14 nóvember kl.12.00 á hádegi Stofnaðar verða kröfur í heimabönkum viðkomandi. Hvetjum við fólk að skrá sig fyrir miðum tímanlega því takmarkað magn er í boði. Uppskeruhátíð Spretts&Fáks fer fram í Arnarfelli í Sprettshöllinni föstudaginn 22. nóvember næstkomandi, húsið opnar 19:00. Verðlaunaðir verða knapar í Fáki og Spretti í ungmenna, áhugamanna og meistaraflokki.… Read More »Tryggðu þér miða á uppskeruhátíðina