Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Landsþing LH að baki

Landsþing LH var um haldið um helgina og við Sprettarar áttum 23 þingfulltrúa þar. Einsog áður hefur komið fram fengu 2 Sprettarar Hulda G. Geirsdóttir og Linda B. Gunnlaugdóttir gullmerki LH fyrir störf sín í þágu hestamennskunnar. Pétur Örn Sverrisson, varaformaður okkar, stýrði Allsherjarnefnd og Halldór Halldórsson Ferða og samgöngunefnd á þinginu. Var gerður góður rómur að þeirra stöfum enda skeleggir menn þar. Dagskráin var… Read More »Landsþing LH að baki

Sjálfboðaliðar óskast í Húsasmiðjuhöllina

Á morgun fimmtudag, 3.nóv kl 17:00 óskum við eftir vöskum Spretturum með verkfæri, kúbein, hamra og sagir til þess að hjálpast að við að rífa niður áhorfendapallana sem enn eru uppi. Einnig þarf að taka til þar sem ný kaffistofa og snyrting verður smíðuð í horninu á höllinni. Vonandi sjá sem flestir Sprettarar sér fært að mæta og taka til hendinni.

Árshátíð Spretts 19.nóv

Árshátíð Spretts verður haldin í veislusal Spretts 19.nóv nk í veislusal Spretts. Loksins hafa Sprettarar tækifæri til þess að spyrða sig í sparigallann og skunda í veislusal Spretts á árshátíð þann 19.nóv. Húsið opnar kl 18:00 með léttum fordrykk, borðhald hefst kl 19:00. Glæsilegt steikarhlaðborð verður á boðstólum. Íþróttafólk Spretts í ungmennaflokki og fullorðinsflokkum verður heiðrað. Þröstur 3000 og Jón Magnússon munu halda uppi stuðinu… Read More »Árshátíð Spretts 19.nóv

Sprettskórinn

Sprettskórinn er 30 manna karlakór, sem starfar innan Hestamannafélagsins Spretts. Upphaflega starfaði kórinn undir merkjum Hestamannafélagsins Gusts, en við sameiningu Andvara og Gusts í Hestamannafélagið Sprett, var nafninu breytt Kórinn æfir í félagsheimili Spretts í Samskipahöllinni á mánudögum kl. 20.00 – 22.00. Framundan eru 30 ára afmælistónleikar kórsins og verða þeir í Samskipahöllinni (Arnarfelli)  laugardagskvöldið 5.nóvember kl. 20.30. Gestakórar verða Karlakórinn Þrestir og Karlakór Hreppamanna.… Read More »Sprettskórinn

Íþróttafólk Spretts 2022

Stjórn Spretts og framkvæmdarstjóri óskar eftir upplýsingum um árangurSprettara á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2022. Óskum eftir upplýsingum um árangur í öllum flokkum fyrir keppnisárið 2022,barna, unglinga, ungmenna og fullorðinsflokkum, áhugamenn sérstaklegaverðlaunaðir. Árangursupplýsingar eiga að sendast til sprettur@sprettarar.is ámeðfylgjandi formi Íþrottafólk-Spretts-2022 fyrir sunnudaginn 6. Nóvember. Stjórn Spretts hefur farið yfir reglur og stigagjöf fyrir íþróttafólkSpretts. Þetta eru reglur sem taka gildi fyrir árið 2022. Eftirfarandi verðlaun verða veitt:… Read More »Íþróttafólk Spretts 2022

Ný vél frá Vallarbraut

Nú á dögunum fékk Sprettur afhenta nýja vél og ávinnsluherfi til þess að sinna viðhaldi á gólfunum í reiðhöllunum og völlunum okkar. Nýja vélin sem við festum kaup á kemur frá Vallarbraut.is og heitir Solis, lítill og nettur traktor sem mun nýtast okkur vel í daglega umhirðu á reiðhöllunum og völlunum þegar þess þarf. Einnig festum við kaup á ávinnsluherfi fyrir reiðhallir og keppnisvelli. Sprettur… Read More »Ný vél frá Vallarbraut

Einkatímar hjá Árnýju Oddbjörgu

Reiðkennarinn Árný Oddbjörg býður uppá 30 mín einkatíma í Samskipahöll á miðvikudögum. Kennsla hefst 19.október 2022 og stendur til 7.desember 2022. Kennt er 1x í viku, samtals 8 skipti. Kennt er á miðvikudögum milli kl.15:00-20:00 í hólfi 3 í Samskipahöll. Árný er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur notið mikilla vinsælda sem reiðkennari. Hún hefur mikla reynslu af þjálfun, kennslu og keppni. Kennsla hennar og… Read More »Einkatímar hjá Árnýju Oddbjörgu

Áhugamannadeild Spretts 2023

Undirbúningur er á fullu fyrir níunda keppnisárið í Áhugamannadeild Spretts. Við stefnum á glæsileg mót árið 2023 og hafa dagsetningar löngu verið teknar frá í Samskipahöllinni góðu. Ný lið sem hafa áhuga á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 17.október nk. Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn fimm knapa liðsins. Þau lið sem féllu úr deildinni 2022 geta sótt um aftur… Read More »Áhugamannadeild Spretts 2023

Lokun á reiðstíg vegna vatnsveituframkvæmda

Reiðstígur sem liggur ofan við Vatnsendabletti 710-713 og á milli Forna- og Breiðahvarfs verður lokaður í dag, mánudaginn 3. október vegna lagningu vatnslagnar þvert á stíginn. Gert er ráð fyrir að búið verði að opna stíginn aftur þriðjudaginn 4. október. Kveðja Birkir Rútsson Deildarstjóri Gatnadeildar